UMFB í samstarf viđ Íslandsbanka

 UMFB og Íslandsbanki skrifa undir samstarfssamning UMFB og Íslandsbanki skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning til næstu 2 ára
Í áraraðir hefur Sparisjóður Bolungarvíkur verið aðal styrktaraðili UMFB. Því lauk þó á dögunum þegar Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn. UMFB setti sig í samband við bæði Landsbankann og Íslandsbanka varðandi samstarf og stuðning við íþrótta og ungmennastarf í Bolungarvík. 
Íslandsbanki tók mjög vel á móti okkur hjá UMFB og það varð úr að skrifað var undir samstarfssamning við bankann. Nú stendur yfir flutningur á öllum reikningum UMFB til Íslandsbanka. Þá mun Íslandsbanki styðja vel við starf UMFB. Vera aðalstuðningaðili knattspyrnumóts sem haldið er á Skeiði í júlí á hverju ári og styrkja sundmót sunddeildar UMFB sem haldið er í desember. 
Slíkur stuðningur er ómetanlegur fyrir lítið félag eins og UMFB á þessum tímum þar sem nánast allir fjármunir eru að flytjast frá litlu félögunum á landsbyggðinni til þeirra stærstu á höfuðborgarsvæðinu. 

UMFB þakkar Íslandsbanka mótttökurnar og væntir þess að samstarfið verði gott og farsælt.


13.10.2015