Andri Rúnar Bjarnason í A-landsliđi Íslands

Andri Rúnar Bjarnason spilaði sinn annan landsleik fyrir A-landslið Íslands. Andri var valinn í hópinn í fyrsta skipti fyrir 2 leiki gegn Indonesíu. Hann var í byrjunarliðinu í báðum leikjunum. 
Eftir frábært tímabil í Pepsí deildinni í sumar með Grindavík þar sem Andri jafnaði markamet deildarinnar með því að skora 19 mörk var hann valinn í A-landslið Íslands nú í janúar til að spila 2 leiki gegn Indonesíu. Andri samdi eftir tímabilið við Helsingborg í Svíþjóð og mun vonandi fljótlega spila sína fyrstu leiki fyrir nýja félagið.

Andri byrjaði báða leikina og í fyrri leiknum skoraði hann glæsilegt mark með bakfallsspyrnu. Í seinni leiknum átti Andri einnig fínan leik og átti stoðsendingu í fyrsta marki Íslands í leiknum. 

Þó svo að Andri sé kannski ekki fyrsti Bolvíkingurinn til að spila A-landsleik þá telja mér eldri og vitrari menn að Andri sé sá fyrsti sem kemur upp í gegnum unglingastarf UMFB og spilaði með félaginu alveg upp í meistaraflokk. 


14.1.2018